Fara í efni  

Strætisvagnar á Akranesi – Innanbæjarakstur 2022 – 2029 ÚTBOÐ

Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í akstur strætisvagna innanbæjar á Akranesi. Verktaki skal leggja til flutningstæki og alla þjónustu við verkið.

Um er að ræða leið 1 sem er reglulegur akstur á virkum dögum allan samningstímann. Leið 2 er ný leið, sem skiptist í almennan akstur og frístundaakstur, og verður til reynslu í 2 ár.

Samningstími er 1. júlí 2022 til 30. júní 2029, með heimild til framlengingar, tvisvar sinnum eitt ár.

Verkið er auglýst á EES. Útboðsgögn eru aðgengileg á rafrænu formi frá miðvikudeginum 16. mars 2022 í gegnum útboðsvef Mannvits: 

Tilboðum skal skilað á útboðsvefinn fyrir kl. 11:00 föstudaginn 22. apríl 2022.

Opnunarfundi verður streymt í gegnum Teams, og fundargerð verður send öllum bjóðendum eftir opnun tilboða.

 

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00