Fara í efni  

Stefán Þór Steindórsson nýr byggingarfulltrúi

Stefán Þór Steindórsson.
Stefán Þór Steindórsson.

Stefán Þór Steindórsson hefur verið ráðinn byggingarfulltrúi hjá Akraneskaupstað. Stefán er með BSc gráðu sem byggingafræðingur frá Københavns Erhvervsakademi.  Stefán Þór hefur starfað síðastliðin fjögur ár sem byggingafræðingur í sölu og tæknideild Gluggasmiðjunnar. Þar áður starfaði hann í þrjú ár hjá Gler og Brautum ehf. sem byggingafræðingur í tæknideild og hjá Arkitektur.is sem byggingafræðingur í rúm tvö ár, 2007 til 2009.

Stefán mun sinna lögbundnum verkefnum byggingarfulltrúa þ.e. byggingareftirliti, afgreiðslu byggingarumsókna og úttektum ásamt öðrum verkefnum sem sviðsstjóri felur honum þ.m.t. skipulagsverkefni.

Sviðsstjóri mun hinsvegar í ljósi samþykktar bæjarstjórnar frá 26. janúar síðastliðinn sinna lögbundnum verkefnum er varðar skipulagsmál og hefur skipulagsstofnun verið tilkynnt um þá breytingu sbr. 1. mgr. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þetta er breyting frá því sem áður var þegar eitt starfsheiti var yfir skipulags- og byggingarfulltrúa.

Eiginkona Stefáns er Þórhildur Rafns Jónsdóttir og eiga þau tvö börn. Stefán er virkur í félagsstarfi og er í stjórn byggingafræðingafélags Ísland og í byggingarnefnd Golfklúbbs Mosfellsbæjar.

Stefán tekur til starfa síðari hluta mars mánaðar.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00