Fara í efni  

Starfsdagur stofnana á skóla- og frístundasviði

Skóla- og frístundasvið Akraneskaupstaðar stóð fyrir sameiginlegri dagskrá á starfsdegi stofnana sviðsins þann 11. nóvember síðastliðinn. Dagskráin var þétt skipuð frá kl. 12.30-16 en alls var boðið upp á tuttugu smiðjur og fyrirlestur.

Dagskráin hófst með erindi frá Vinnuvernd sem fjallaði um þætti sem stuðla að heilbrigðum lífstíl og hvernig við sjálf berum ábyrgð á eigin heilsu og vellíðan. Að því loknu var boðið upp á fjölmargar spennandi vinnusmiðjur þar sem hver stofnun kynnti einhvern spennandi þátt í starfi sínu og í heild myndar það fjölbreytta starf sem er á skóla- og frístundasviði. Alls tóku um 300 starfsmenn Akraneskaupstaðar frá leik- og grunnskólum, frístundamiðstöðinni Þorpinu og íþróttamannvirkjum þátt í deginum.

Markmiðið með sameiginlegri dagskrá var að efla samvinnu milli stofnana og starfsfólks sviðsins, læra hvert af öðru og byggja þannig upp þekkingu til að efla hvern og einn og bæta árangur í starfi.  Mikil ánægja var með sameiginlega dagskrá á starfsdag og er stefnt að slíkum degi árlega hér eftir. 

Hér má skoða myndir frá deginum


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00