Fara í efni  

Starf verkefnastjóra á skipulags- og umhverfissviði

Breiðin.
Breiðin.

Akraneskaupstaður auglýsir eftir verkefnastjóra til starfa á skipulags-og umhverfissviði. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í vaxandi sveitarfélagi. Starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. 

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

 • Tækni- og útboðsvinna sem tengist götum, fasteignum og opnum svæðum.
 • Verkefnastjórn, eftirlit og samskipti við verktaka og samstarfsaðila.
 • Eftirlit með málaflokkum er lúta að sorpi, félagslegum íbúðum og almenningssamgöngum.
 • Tæknivinna sem þörf er á hverju sinni á skipulags- og umhverfissviði.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Byggingartæknifræði, byggingarverkfræði eða sambærileg menntun.
 • Þekking og reynsla af cad teikniforritum ásamt færni í notkun Microsoft Office hugbúnaðar.
 • Mikil samskipta- og samstarfshæfni.
 • Frumkvæði og góðir skipulagshæfileikar.

Með umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni umsækjanda í starfið.

Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar eða í þjónustuveri bæjarins að Stillholti 16-18, 1. hæð. Umsóknarfrestur er til og með 12. júlí n.k. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri í tölvupósti eða í síma 433-1000. 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00