Fara í efni  

Snjómokstur á Akranesi

Verktakar við snjómokstur á Akranesi hafa verið að störfum síðan kl. 4 í nótt. Mokstur gengur vel miðað við aðstæður og samkvæmt snjómokstursáætlun er unnið að því að gera stofnbrautir greiðfærar og fara síðan í íbúagötur eftir því sem verkinu miðar. Hér á heimasíðu Akraneskaupstaðar er hægt að kynna sér nánar snjómokstursplan Akraneskaupstaðar og Skóflunnar. 

Fréttin verður uppfærð síðar í dag.

Uppfært kl. 15.40:

Vel gengur að moka aðalleiðir og stíga og nú er mokstur hafinn á íbúðargötum. Unnið verður fram á kvöld og mokstur hefst síðan aftur í nótt og þá verða bílastæði og plön við skóla og leikskóla og aðrar þjónustustofnanir mokuð. Markmiðið er að ná að hreinsa sem mest fyrir klukkan sjö í fyrramálið þannig að umferðin geti gengið greiðlega. Aðstæður eru óvenjulegar og því tekur moksturinn lengri tíma en venjulega og við biðjum bæjarbúa um að sýna því skilning.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00