Fara í efni  

Smellur- söngleikur Grundaskóla

Smellur söngleikur Grundaskóla var frumsýndur fyrir fullu húsi síðastliðinn föstudag. Smellur er sjöundi frumsamdi söngleikurinn sem settur er upp af nemendum og starfsmönnum Grundaskóla. Að venju er mikill metnaður lagður í verkefnið og hafa margar hendur lagt verkefninu lið. Sýningarnar eru í Bíóhöllinni en miðasala fer fram í Grundaskóla á opnunartíma skólans í síma 433-1400. Einnig opnar miðasalan í Bíóhöllinni tveimur tímum fyrir hverja sýningu.

Akraneskaupstaður óskar Grundaskóla innilega til hamingju með stórglæsilega sýningu.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00