Fara í efni  

Skráning í frístund skólaárið 2021-2022

Á Akranesi eru starfrækt þrjú frístundaheimili fyrir börn í 1. - 4. bekk, Brekkusel, Grundasel og Krakkadalur. Brekkusel er í Brekkubæjarskóla, Grundasel í Grundaskóla og eru þau heimili fyrir börn í 1. - 2. bekk. Krakkadalur er safnfrístund beggja skólanna og er starfandi í Þorpinu, Krakkdalur er fyrir börn í 3. - 4. bekk. Í starfi frístundaheimila er lögð áhersla á að þroska félagslega færni í samskiptum bæði í gegnum leik og starf, sem og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Frístundastarfið er fjölbreytt og skemmtilegt og því ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 

Opnað verður fyrir skráningu í frístund fyrir skólaárið 2021-2022 þann 3. maí og þurfa umsóknir að hafa borist fyrir 7. júní nk. til að eiga tryggt pláss á því frístundaheimili sem óskað er eftir þegar starf hefst að hausti. Mikilvægt er að skrá barnið þó að endanlegur dvalartími liggi ekki fyrir til að hægt verði að tryggja barninu pláss.

Frístundaheimilin eru opin frá því að skóla lýkur á daginn til kl. 16:15.

Sótt er um rafrænt á Völu-frístund hér. Upplýsingar um gjaldskrá frístundar er hér.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00