Fara í efni  

Skráning í frístund skólaárið 2020-2021

Skráningu í frístund fyrir skólaárið 2020-2021 lauk þann 5. júní sl. en ákveðið hefur verið að lengja skráningartímann til 15. ágúst. Mikilvægt er að skrá barnið þó að endanlegur dvalartími liggi ekki fyrir til að hægt verði að tryggja barninu pláss.

Á Akranesi eru starfandi þrjú frístundaheimili fyrir börn í 1.- 4. bekk.

 • Brekkusel 1.- 2. bekkur í Brekkubæjarskóla
 • Grundasel 1.- 2. bekkur í Grundaskóla
 • Krakkadalur 3. - 4. bekkur úr báðum grunnskólunum

Frístundaheimilin bjóða upp á faglegt tómstundastarf þar sem börnin fá að njóta sín í frjálsum leik og skipulögðu starfi. Frístundastarfið er fjölbreytt og skemmtilegt og því ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Frístundaheimilin eru opin frá því að skóla lýkur á daginn til kl. 16:15.

Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð hér. Upplýsingar um gjaldskrá frístundar er hér.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00