Fara í efni  

Skilagjaldið beint inn á bankareikning

Guðmundur Páll, Stefán, Freyr, Emma og Árni Jón.
Guðmundur Páll, Stefán, Freyr, Emma og Árni Jón.

Nýr kortalesari hefur verið settur upp í Fjöliðjunni og viðskiptavinir fá skilagjaldið fyrir ál-, plast-, og glerflöskur greitt beint inn á bankareikning. Ef viðskiptavinur er með debetkort kemur greiðslan samstundis inn á reikninginn en sé notað kreditkort getur það tekið 1 til 3 daga að fá endurgreiðsluna.

Eins og áður telja starfsmenn Fjöliðjunnar umbúðirnar í sérstökum vélum og fá viðskiptavinir kvittun um fjölda umbúða sem jafnframt er strikamerkt. Viðskiptavinir skanna strikamerkið og renna kortinu sínu í gegnum kortalesarann og fá kvittun sem staðfestingu á greiðslunni.

Markmiðið er að auka þjónustu við viðskiptavini og ná fram hagræðingu. Á hverju ári tekur starfsfólk Fjöliðjunnar á móti og telur á þriðju milljón umbúða. Um er að ræða mikilvægt umhverfis- og samfélagsverkefni á Akranesi.

Fjöliðjan, endurvinnslan er opin frá kl. 8:00 til 11:45 og 13:00 til 15:30 alla virka daga.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00