Skilafrestur á tillögum framlengdur í hugmyndasamkeppni Langasandssvæðis
Dómnefnd í hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Langasandssvæðisins á Akranesi ákvað að verða við beiðni um framlengingu á skilafresti tillagna. Skilafrestur var upphaflega 30. júní en verður þess í stað 10. ágúst. Unnið verður hratt og vel að því að koma tillögum í kynningarferli og munu íbúar geta sent inn sína skoðun á þeim. Verður það sérstaklega auglýst.
Dómnefnd stefnir að því að kynna sína niðurstöðu í byrjun september næstkomandi. Í dómnefnd sitja, fyrir hönd Akraneskaupstaðar, Ragnar B. Sæmundsson formaður skipulags- og umhverfisráðs, Ólafur Adolfsson aðalmaður í skipulags- og umhverfisráði og Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi. Fulltrúar FÍLA eru Hermann Georg Gunnlaugsson landslagsarkitekt og skipulagsfræðingur, SFFÍ og Hildur Gunnlaugsdóttur arkitekt, AÍ. Verkefnastjóri samkeppninnar og ritari dómnefndar er Sædís Alexía Sigurmundsdóttir skrifstofustjóri og trúnaðarmaður dómnefndar er Ólafur Melsted landslagsarkitekt FÍLA.
Þann 7. mars voru 3 teymi dregin til þátttöku í hugmyndakeppni um Langasandssvæðið en það voru Apríl Arkitekta, Kanon Arkitekta og Landmótum og Sei Stúdíó. Samkeppnin hófst svo formlega þann 22. mars síðastliðinn. Leiðarljós samkeppninnar er að skapa heildræna sýna á notkun og upplifun á Langasandi. Markmiðið með samkeppninni er að fá hugmyndir um framtíðarskipulag svæðisins í heild sem tengir m.a. strandsvæði, skólasvæði, framtíðar uppbyggingarreit og hafnarsvæðið. Svæðið er um 35 hektarar að stærð og er stór hluti svæðisins innan hverfisverndar í gildandi aðalskipulagi. Það tekur yfir útivistarsvæði frá Leynisfjöru, Sólmundarhöfða, meðfram Langasandi að Faxabraut. Eftir svæðinu liggur strandstígur, íþróttasvæðið að Jaðarsbökkum, íbúðabyggð á Sólmundarhöfða, hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfði sem og fjölbýlishúsalóðir við Garðabraut, Höfðabraut og Jaðarsbraut.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember