Fara í efni  

Skemmtilegir viðburðir framundan hjá Tónlistarskólanum á Akranesi

Föstudaginn 13. mars heldur Karlakórinn Heimir tónleika í Tónbergi undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og er miðasala í gangi í Versluninni Bjargi en einnig verður hægt að fá miða á staðnum. Miðaverð er kr. 3500.

Föstudaginn 20. mars verður Litla listahátíðin haldin í fyrsta sinn. Hátíðin hefst með súputónleikum kl.12:10 í anddyri skólans þar sem nemendur flytja tónlist og gestir geta keypt sér matarmikla súpu framreidda af félögum úr kvennakórnum Ym. Síðan verða ýmsar uppákomur yfir daginn s.s. hljóðfærakynning, myndlistasýning nokkurra kvenna, ljóðlist og leiklist, kvikmyndasýning og fleira. Dagurinn endar með kennaratónleikum í Tónbergi kl. 20.00. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00