Fara í efni  

Skemmtileg umfjöllun um nýja frístundamiðstöð hjá golfvellinum í Landanum

Í 21. þætti af Landanum sem sýndur var á RÚV í gærkvöldi þann 25. mars, var skemmtilegt innslag um framkvæmdir á nýrri frístundamiðstöð við golfvöllinn á Akranesi. Þessa dagana ganga framkvæmdir við nýja frístundamiðstöð vel og hjálpar gott veðurfar. Reising á kjallaraveggjum hófst þann 8. mars síðastliðinn hjá BM Vallá og Sjamma. Verkþættir sem framundan eru nú í mars er m.a. steypa á botnplötu og reisning á filigran loftaplötum. Einnig er gert ráð fyrir að unnið verði við fyllingu með kjallaraveggjum og reisningu á sökkulveggjum fyrir lágreistari hluta byggingarinnar.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00