Fara í efni  

Skemmtileg dagskrá á Sjómannadaginn á Akranesi

Frá Sjómannadeginum 2014 (ljósmynd: Finnur Andrésson)
Frá Sjómannadeginum 2014 (ljósmynd: Finnur Andrésson)

Sunnudaginn 5. júní verður Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur á Akranesi. Akraneskaupstaður og Björgunarfélag Akraness vinna að samkomulagi um að Björgunarfélagið sjái um dagskrá við Akraneshöfn á þessum degi árin 2016, 2017 og 2018 þar sem markmiðið er að dagurinn skuli vera fjölskylduhátíð sem leggur áherslu á fróðleik um hafið í bland við góða skemmtun. Þá hefur Akraneskaupstaður einnig gert samkomulag við Faxaflóahafnir, HB Granda og Verkalýðsfélag Akraness um stuðning við hátíðarhöldin fyrir sömu þrjú ár. Í ár kemur Runólfur Hallfreðsson ehf. einnig að stuðningi.

Dagskráin fyrir daginn er í heild sinni í viðburðadagatali á akranes.is. Meðal nýjunga í dagskrá er fyrirtækjakeppni Gamla Kaupfélagsins en hún felst í því að starfsmenn fyrirtækja keppa í þremur þrautum. Nánari upplýsingar og skráning er á ba@bjorgunarfelag.is og í síma 664-8520. Meðal annarra dagskrárliða má nefna minningarstund í kirkjugarðinum, sjómannadagsmessu, dýfingakeppni, fjölskylduskemmtun á hafnarsvæðinu, málverkasýningu, Íslandsmót í eldsmíði, kaffisölu, tónleika og fleira.  Frítt er í Jaðarsbakkalaug og sumaropnun er hafin í Akranesvita.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00