Fara í efni  

Skemmtileg dagskrá á 17. júní

Glæsileg hátíðardagskrá er fyrir alla fjölskylduna á 17. júní. Dagurinn hefst með þjóðlegum morgni á Byggðasafninu þar sem gestir í þjóðbúningi fá óvæntan glaðning.  Sýningin Keltnesk arfleið er opin í Guðnýjarstofu og ýmislegt verður gert fyrir börnin, s.s. andlitsmálun og teymt verður undir börnin. Aðgangur er ókeypis á Byggðasafnið þennan dag.

Skrúðganga er frá Tónlistarskólanum við Dalbraut að Akratorgi kl. 15.00 og er hátíðardagskrá á Akratorgi frá kl. 15.20. Númenór og Dóra úr Fjarskalandi stíga á stokk kl. 17 og margt fleira skemmtilegt verður gert. Hoppukastalar og sprell verður á Merkurtúni kl. 14-18. 

Hér má skoða dagskrá hátíðarinnar nánar:

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00