Skemmdarverk í Skrúðgarði
Í sumar var farið í endurbætur á Skrúðgarði bæjarins sem staðsettur er við Suðurgötu. Gosbrunnurinn var endurgerður og listaverkið Stúlka með löngu komið fyrir á sinn stað ásamt því að gróðursett var talsvert af fjölbreyttum runnum, fjölæringum og sumarblómum. Mikil ánægja var með endurbæturnar og garðurinn hlotið líf að nýju.
Nú virðist friðurinn vera úti og þegar starfsmenn garðyrkjudeildarinnar komu að garðinum í morgun var búið að rífa upp ríflega helming plantnanna sem gróðursettar voru í kringum gosbrunninn og henda þeim ofan í vatnið ásamt grjóti úr steinalögn í kringum beðið. Farið var strax í að veiða plönturnar upp úr brunninum, gróðursetja þær upp á nýtt og látið leka úr brunninum. Eftir hádegi héldu starfsmenn áfram vinnu við þrif á brunninum en brugðu sér frá til að ná í verkfæri. Þegar starfsmenn komu aftur í garðinn var aftur búið að rífa upp gróður og henda í brunninn ásamt verkfærum og grjóti.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem slík skemmdarverk eiga sér stað í Skrúðgarði bæjarins en síðustu tvö sumur hefur garðyrkjudeild bæjarins þurft að gróðursetja sömu sumarblómin oft yfir sumarið.
Búið er að hafa samband við lögregluna sem mun auka eftirlit með garðinum en ef einhver hefur orðið var við þessi skemmdarverk eða hefur upplýsingar sem tengjast þeim er fólk vinsamlegast beðið um að hafa samband við lögregluna á Akranesi.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember