Fara í efni  

Skag­inn 3x hlýt­ur Ný­sköp­un­ar­verðlaun Íslands

Ljósmynd frá verðlaunaafhendingu.
Ljósmynd frá verðlaunaafhendingu.

Fyrirtækið Skaginn 3x á Akranesi hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2017 á Nýsköpunarþingi sem fram fór á Grand Hótel í gær þann 30. mars. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra færði Ingólfi Árnasyni framkvæmdastjóra Skagans nýsköpunarverðlaunin sem eru veitt af Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. 

Í fréttatilkynningu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands segir; „Skaginn hefur undanfarin ár verið leiðandi fyrirtæki í nýsköpun í matvælaiðnaðinum og þá sérstaklega í sjávariðnaði. Fyrirtækið byggir á sterkum þekkingargrunni og virku samstarfi við önnur fyrirtæki og rannsóknastofnanir. Undanfarin ár hefur fyrirtækið náð góðri fótfestu á markaði sem hefur skapast vegna nýrra lausna sem fyrirtækið hefur sett á markað. Lausnir Skagans byggja á mikilli sjálfvirkni með áherslu á bætt gæði og nýtingu afurðar auk þess sem hagkvæmar og umhverfisvænar kæli-, pökkunar- og flutningslausnir eru hafðar að leiðarljósi. Hjá fyrirtækinu starfa um 90 manns við hönnun, þróun og framleiðslu. Það er mat dómnefndar að Skaginn er fyrirtæki sem hefur sýnt árangur á markaði með framúrskarandi nýsköpun að leiðarljósi og er líklegt til að halda áfram á þeirri braut í framtíðinni.“

Akraneskaupstaður óskar Skaganum innilega til hamingju með Nýsköpunarverðlaun Íslands 2017.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00