Fara í efni  

Setning Írskra daga verður á Akratorgi klukkan 14.30

Írskir dagar verða formlega settir í dag, kl. 14.30 á Akratorgi. Upphaflega stóð til að setningin yrði kl. 10.00 í dag við Gamla Kaupfélagið en breyta þurfti þeirri tímasetningu og staðsetningunni um leið. Leikskólabörn af leikskólunum Akraseli, Teigaseli, Garðaseli og Vallarseli munu taka þátt í setningarathöfninni. Grillveisla Húsasmiðjunnar hefst klukkan 16.00, bókmenntaganga í umsjón Skagaleikflokksins og bæjarbókavarðar hefst við Bókasafn Akraness að Dalbraut 1 klukkan 17.30 og í kvöld, kl. 19.00 verða tónleikar á Akratorgi fyrir yngstu kynslóðina, Litla Lopapeysan. Dagskrá Írskra daga má finna hér.   


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00