Fara í efni  

Sendiherra Indlands í heimsókn á Akranesi

Við afhendingu bókanna.
Við afhendingu bókanna.

Föstudaginn 17. maí síðastliðinn heimsótti sendiherra Indlands, T. Armstrong Changsan Akraness í þeim tilgangi að færa Bókasafni Akraness veglega gjöf. Gjöfin innihélt 37 bækur á erlendu tungumáli, flestar á ensku og hafa allar bækurnar tengingu við Indland.

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri tók á móti Changsan ásamt Halldóru Jónsdóttur bæjarbókaverði, Gerði Jóhönnu Jóhannsdóttur héraðsskjalaverði og Valgerði Jónsdóttur sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs. Með sendiherranum í för var eiginkona hans og forstöðumaður sendiráðsins. Gestirnir fengu kynningu á söfnunum tveimur og afhendi síðan Changsan bækurnar með formlegum hætti. 

Akraneskaupstaður þakkar kærlega fyrir þessa veglegu gjöf. Næstu skref hjá bókasafninu er að koma bókunum til skráningar og útleigu.  


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00