Fara í efni  

Samstarf Akraneskaupstaðar og Veraldarvina

Akraneskaupstaður tekur um þessar mundir á móti sjálfboðaliðum á vegum Veraldarvina. Veraldarvinir eru íslensk félagasamtök sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Samtökin voru stofnuð í júní 2001 og hafa frá upphafi haft umhverfismál í öndvegi. Markmið samtakanna er að stuðla að heilbrigðum lífsháttum og betri umgengni manna við umhverfi sitt. Lögð er rík áhersla á alþjóðlegt samstarf og skipulagningu á umhverfis- og menningartengdum verkefnum í samvinnu við sveitarfélög og frjáls félagasamtök og eru Veraldarvinir brautryðjendur í skipulagningu slíkra verkefna hér á Íslandi.

Veraldarvinir hafa m.a. átt gott samstarf við verkalýðsfélög á landinu og hafa það að meginmarkmiði að stíga ekki inn í þau störf sem annars væru unnin af launuðum starfsmönnum. Frá árinu 2003 hafa Veraldavinir tekið á móti 14.718 erlendum sjálfboðaliðum sem hafa skilað 794 ársverkum til heilla íslenskri náttúru og menningu og fær Akraneskaupstaður nú að njóta góðs af. Verkefnin sem þau munu taka sér fyrir hendur hér á Akranesi eru m.a. hreinsun strandlínunnar og hafa fyrstu sjálfboðaliðar sumarsins hreinsað alls kyns rusl úr fjörum sveitarfélagsins og staðið sig gríðarlega vel í íslenskri veðráttu.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00