Fara í efni  

Samningur við Sjamma ehf. um framkvæmdir við C-álmu Grundaskóla undirritaður

Fimmtudaginn 2. mars var undirritaður samningur milli Akraneskaupstaðar og Sjamma ehf. um framkvæmdir við C-álmu Grundaskóla.

Um er að ræða breytingar og endurbætur á elstu álmu Grundaskóla. Byggingin stækkar þannig að 3. hæð fær að hluta til hærra þak sem nær gafla á milli. Að vestanverðu verður byggt nýtt anddyri ásamt því að byggt verður yfir eldri útistiga. Á suðurhlið verður anddyri stækkað og að norðanverðu verður byggt nýtt anddyri. Innandyra verður byggingin endurnýjuð að miklu leyti, tilfærslur verða á rýmum, salerniskjarnar verða færðir til og almennt lögð áhersla á björt rými með góðri hljóðvist og góðu aðgengi. Raf-, pípu- og loftræsikerfi verða endurnýjuð. C-álman stækkar úr 2.320 fm í 2.750 fm . Þar af eru ný anddyri og stækkun anddyra á 1. hæð samtals 230 fm , ný bygging í kringum stiga á 2. hæð er um 30 fm og stækkun 3. hæðar er um 170 fm , en 3. hæðin er fyrir um 180 fm .

Tvö tilboð bárust í verkið frá Sjamma ehf. upp á 1.387.139.588 kr. m. vsk. og E. Sigurðsson upp á 1.591.483.853 kr. m. vsk. Kostnaðaráætlun var 1.213.003.982 kr. m. vsk.

Verkáætlun gerir ráð fyrir að 1. hæð verði afhent haustið 2024 og heildarverklok verði í lok árs 2024.



   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00