Fara í efni  

Samningur við Flotgólf ehf. um uppsteypu og ytri frágang íþróttahúss á Jaðarsbökkum undirritaður

Þriðjudaginn 26. apríl var undirritaður samningur milli Akraneskaupstaðar og Flotgólfs ehf. um uppsteypu og ytri frágang íþróttahúss á Jaðarsbökkum.

Tvö tilboð bárust í verkið og átti Flotgólf ehf. lægsta tilboð sem hljóðaði upp á kr. 1.196.129.246. Verklok eru áætluð um mitt ár 2023.

Jarðvinnu er að ljúka og vinna við uppsteypu mun fara í gang á næstu vikum.

Innanhúsfrágangur verður boðinn út haustið 2023 og lóðafrágangur í kjölfarið. Heildarverklok eru haustið 2024.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00