Fara í efni  

Samningur um byggingu Guðlaugar við Langasand

Þann 22. ágúst síðastliðinn var samningur um byggingu Guðlaugar við Langasand undirritaður. Verktaki er Ístak ehf. og munu þeir taka að sér að reisa Guðlaugu á Jaðarsbökkum við Langasand samkvæmt hönnun Basalt arkitekta og Mannvits verkfræðistofu. Rafþjónusta Sigurdórs og Pípulagningaþjónustan ehf. sjá um rafmagns- og vatnslagnir í tengslum við byggingu laugarinnar. Framkvæmdir eru þegar hafnar og á þeim að ljúka í júlí á næsta ári. Guðlaug samanstendur af útsýnispalli, heitri laug og grynnri laug sem nýtur vatns úr yfirfalli efri laugarinnar. Fyrst verður undirstaða mannvirkisins útbúin og því næst mannvirkið reist.

Akraneskaupstaður fékk nýverið myndarlegan styrk frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu samtals 30 m.kr. en áður hafði Akraneskaupstaður fengið styrk frá Bræðrapartssjóði.

Fyrir áhugasama um verkefnið má hér skoða skýrslu sem Basalt gaf út árið 2015 um Guðlaugu.


Eldri fréttir

Frétt um styrkveitingu frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu
Frétt um styrkveitingu frá Bræðrapartssjóði


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00