Fara í efni  

Samningur til þriggja ára um Norðurálsmótið

Á myndinni má sjá Magnús Guðmundsson formann knattspyrnufélagsins og Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjór…
Á myndinni má sjá Magnús Guðmundsson formann knattspyrnufélagsins og Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra við undirritun samningsins.

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Magnús Guðmundsson formaður Knattspyrnufélags ÍA undirrituðu þann 21. desember samkomulag vegna Norðurálsmótsins sem haldið er á Akranesi í júní ár hvert. Samningurinn gildir frá 2016-2018 og varðar helstu skipulags þætti mótsins sem og verkaskiptingu milli Akraneskaupstaðar og Knattspyrnufélagsins. Akraneskaupstaðar styrkir mótið árið 2016 um 2,7 milljónir króna, 2,9 milljónir árið 2017 og 3,1 milljón árið 2018.

Norðurálsmótið á Akranesi er knattspyrnumót fyrir stráka í 7. flokki og eru keppendur yfir eitt þúsund á mótinu. Síðustu ár hafa yfir sex þúsund manns verið gestkomandi á Akranesi yfir mótsdagana og því liggur nærri að íbúafjöldi bæjarins tvöfaldist meðan á móti stendur. Ríflega 800 sjálfboðaliðar, flestir foreldrar barna sem stunda íþróttir hjá ÍA, koma að mótshaldinu en Knattspyrnufélag ÍA sér um skipulag og framkvæmd mótsins.

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00