Saga Akraness seld á menningarstofnunum bæjarins
Bæjarráð Akraness samþykkti tillögu bæjarstjóra um heimild til að selja ritið Sögu Akraness á menningarstofnunum bæjarins. Akraneskaupstaður eignaðist 250 sett af ritinu þegar fyrirtækið Uppheimar varð gjaldþrota. Fyrir lagerinn greiddi bærinn 500 þúsund en ásamt Sögu Akraness fékk bærinn einnig töluvert magn af Árbók Akraness.
Fyrra bindi Sögu Akraness spannar tímabilið frá landnámstíð til 1700. Sögusviðið er landnám Ketils og Þormóðs Bresasona en í bókinni kemur fram að Bresasynir séu af gelískum ættum og eru Írskir dagar haldnir hátíðlegir til að minnast landnámsins. Annað bindi gerir átjándu öldinni skil. Uppbygging sjávarútvegsins og sjósókn Akurnesinga mynda þar ákveðna þungamiðju. Höfundur Sögu Akraness er Gunnlaugur Haraldsson sagnfræðingur. Bækurnar koma í sölu eftir helgi og verða seldar á Bókasafni Akraness og Byggðasafninu að Görðum. Einnig verður versluninni Eymundsson á Akranesi boðið að selja bækurnar. Bindin verða seld saman á 5 þúsund krónur.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember