Fara í efni  

Rauðhærðasti Íslendingurinn 2024 er Björk Michaels­dótt­ir

Björk Michaels­dótt­ir er rauðhærðasti Íslend­ing­ur­inn 2024.
Björk Michaels­dótt­ir er rauðhærðasti Íslend­ing­ur­inn 2024.

Hin 10 ára gamla Björk Michaels­dótt­ir var í gær val­in rauðhærðasti Íslend­ing­ur­inn á Írsk­um dög­um á Akra­nesi.

Keppn­in um rauðhærðasta Íslend­ing­inn er fast­ur liður á hátíðinni en þetta var í 25. sinn sem hún var hald­in.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Björk, sem er bú­sett í Dan­mörku ásamt fjöl­skyldu sinni, að hún hafi frétt af keppn­inni fyr­ir ári síðan og dottið í hug að taka þátt: „Þá var var það meira grín en svo hugsaði ég að kannski væri bara mjög gam­an að prufa að taka þátt.“

Móði Bjark­ar, Harpa Birg­is­dótt­ir, bæt­ir við: „Svo passaði þetta bara svona vel við sum­ar­fríið á Íslandi og þá vor­um við löngu búin að ákveða að við skyld­um gera þetta.“

Fjöl­skyld­an lagði því leið sína á Akra­nes sér­stak­lega svo að Björk gæti tekið þátt í keppn­inni.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00