Fara í efni  

Ráðstafanir í Þorpinu / Krakkadal vegna Covid-19 og samkomubanns

Í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru þarf að grípa til aðgerða. Skólum og frístundastarfi hafa verið sett viðmið í starfsemi sem þarf að uppfylla og þeir stilla sér í framlínu sem hluti af almannavörnum landsins. Grunn- og leikskólastarfið verður með gjörbreyttu sniði og mjög takmarkað. Skólabyggingum verður skipt upp í einingar og sóttkví þannig að krosstengsl á milli árganga verða engin.

Við í Þorpinu tökum hlutverk okkar mjög alvarlega. Þar sem við getum ekki tryggt sóttkví eða einangrun á milli skóla eða eininga mun Krakkadalur í sinni eiginlegu mynd vera lokaður frá og með 16. mars og þar til samkomubanni hefur verið aflétt.

Við munum hins vegar einbeita okkur að því að sinna og þjónusta viðkvæmasta hópinn okkar sem eru fötluð börn og börn með miklar stuðningsþarfir. Bryndís mun hafa samband símleiðis við foreldra þessara barna. Við vonumst til að fólk sýni þessu skilning. 

Á móti hvetjum við ykkur foreldra til að taka höndum saman og búa til gott stuðningsnet barnanna á milli og hlúa hvert að öðru. Mikilvægt er að passa upp á að ekkert barn einangrist í einveru. Það má alltaf hafa samband við okkur til að koma á sambandi á milli barna og foreldra. Nú reynir á að foreldrar standi saman, tali saman og hjálpist að, barnanna vegna.

Við munum einnig reyna að setja skemmtilegar hugmyndir og ráð inn á Krakkadalssíðuna okkar. Ef eitthvað er óljóst þá endilega hafið samband á fristund@akraneskaupstadur.is eða í síma 433-1252


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00