Fara í efni  

Ráðstafanir á velferðar- og mannréttindasviði vegna Covid-19 og samkomubanns

Eftirfarandi ráðstafanir hafa verið gerðar í þjónustu á velferðar- og mannréttindasviði vegna Covid-19 og samkomubanns. 

Heimaþjónusta (stuðnings- og stoðþjónusta)
Þjónustan verður með óbreyttu sniði.

Félagsstarf aldraðra og öryrkja
Félagsstarfi aldraðra og öryrkja að Kirkjubraut 40 hefur verið lokað frá 12. október.
Alla skipulagðar gönguferðir hafa fallið niður. Rafrænt félagsstarf er á hverjum degi.
Boðið er upp á rafrænt félagsstarf og er það auglýst sérstaklega á facebook síðu Félagsstarf eldri borgara og öryrkja á Akranesi

Heilsuefling aldraðra
Allar skipulagðar gönguferðir í Heilsueflingunni hafa fallið niður.
Við hvetjum alla þá sem treysta sér til að halda áfram hreyfingu utandyra einir eða með sínum.

Nánari upplýsingar á facebook síðu Félagsstarf eldri borgara og öryrkja á Akranesi og facebook síðu FEBAN

Fjöliðjan vinnu- og hæfingarstaður
Móttaka endurvinnslunnar í Fjöliðjunni vinnu- og hæfingarstað hefur verið lokuð frá 5. október sl.
Fjöliðjan vinnu- og hæfingarstaður er opinn fyrir starfsmenn og leiðbeinendur enda undanþegin reglugerðarviðmiði á neyðarstigi

Búkolla
Starfsemi Búkollu hefur verið lokað frá 5. október sl.

Búsetuþjónusta fatlaðra
Búsetuþjónusta fatlaðra er órofin á öllum almannavarnarstigum.

Dagdvöl á Höfða
Dagdvöl aldraðra á Höfða verður áfram opin frá 2. nóvember enda undanþegin reglugerðarviðmiði á neyðarstigi.

Endurhæfingarhúsið Hver
Endurhæfingarhúsið Hver er lokað. Þátttakendur eru hvattir til að vera í samskiptum við starfsmenn og fylgjast með á AK endurhæfing (facebook).

Stuðningur við fötluð börn og fjölskyldur þeirra
Samvinna við foreldra um útfærslur. Frístund fatlaðra barna fer áfram fram í Þorpinu.

Félagsþjónusta og barnavernd
Hægt er að ná í starfsmenn á símatímum eða með því að senda tölvupóst.

Félagsþjónusta
Símatímar félagsþjónustu eru: mánudaga milli kl. 11-12. Símatímar starfsmanna eru í gegnum skiptiborð Akraneskaupstaðar í síma 433-1000.
Netfangið er: velferd@akranes.is.

Barnavernd
Netfangið er: barnavernd@akranes.is og netföng starfsmanna.
Vísum einnig á tilkynninga hnapp á heimasíðu Akraneskaupstaðar https://www.akranes.is/thjonusta/velferd-og-fjolskylda/barnavernd.
Ef um neyðartilvik er að ræða utan dagvinnutíma eða um helgar, er alltaf hægt að ná sambandi við starfsmann barnaverndar á bakvakt í gegnum neyðarnúmerið 112.
Athygli er einnig vaktin á að mikil þörf er á vitundarvakningu um ofbeldi í samfélaginu og hefur verið þróuð sameiginleg rafgátt á vef 112 vegna ofbeldis fyrir þolendur, gerendur og aðstandendur. Vefur 112 er nú einnig upplýsingatorg um allt sem viðkemur ofbeldi, ásamt því að aðilar geta átt netspjall við neyðarverði 112.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00