Fara í efni  

Opinn vinnufundur um menningarstefnu Akraneskaupstaðar

Gripur til handahafa Menningarverðlauna Akraness 2017 eftir Kolbrúnu S. Kjarval
Gripur til handahafa Menningarverðlauna Akraness 2017 eftir Kolbrúnu S. Kjarval

Að undanförnu hefur verið unnið að mótun menningarstefnu Akraneskaupstaðar og er stefnt að því að ný stefna líti dagsins ljós í næsta mánuði. Forstöðumaður menningar- og safnamála hefur stýrt verkefninu fyrir hönd menningar- og safnanefndar sem hefur unnið að verkefninu frá upphafi. Þá hafa ýmsir aðilar úr stjórnsýslu og menningarstofnunum kaupstaðarins jafnframt komið að vinnunni auk ráðgjafa frá Expectus.

Þriðjudaginn 17. apríl næstkomandi kl. 18:00 verður haldinn opinn vinnufundur í Garðakaffi. Tilgangur fundarins er annars vegar að kynna megináherslur í nýrri menningarstefnu og hins vegar að fá fram hugmyndir íbúa í málaflokknum. Verða þær hugmyndir hafðar til hliðsjónar við endanlega útfærslu menningarstefnunnar. Fundurinn er öllum opinn en skapandi einstaklingar í samfélaginu eru sérstaklega hvattir til þátttöku. Boðið verður upp á súpu og brauð.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00