Fara í efni  

Opið hús - kynningarfundur vegna fyrirhugaðra breytinga á skipulagi

Opið hús / kynningarfundur verður föstudaginn 18. janúar 2019 frá kl. 12:30 til 17:00 á 1. hæð að Stillholti 16-18 vegna fyrirhugaðra breytinga á skipulagi.

Aðalskipulag Miðbæjarsvæðis.

Breytingin felst í að gefa kost á auknum sveigjanleika í bílastæðamálum þar sem áform eru um aukinn þéttleika byggðar. 

Breyting á deiliskipulagi Stofnanareits vegna Kirkjubrautar 39.

Breytingin felst í að nýtingarhlutfall lóðar er hækkað, hámarksfjöldi hæða verður fjórar í stað þriggja og á lóðinni verður húsnæði fyrir hótel í stað skrifstofu- eða opinberrar byggingar.

Eftir kynningu (Opið hús) á ofangreindum skipulagsbreytingum (skipulagsgögnum) verða þau lögð fyrir skipulags- og umhverfisráð og bæjarstjórn til frekari afgreiðslu. Ákveði bæjarstjórn að auglýsa ofangreindar skipulagsbreytingarnar mun frestur til að gera athugasemdir við þær vera að minnsta kosti 6 vikur.

  

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00