Fara í efni  

Nýtt gróðurhús reist á Akranesi

Regína Ásvaldsdóttir, Jón Þórir Guðmundsson og Íris Reynisdóttir.
Regína Ásvaldsdóttir, Jón Þórir Guðmundsson og Íris Reynisdóttir.

Um miðjan maímánuð undirrituðu Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur samning um afnot af landi á Miðvogslækjasvæði undir starfsemi gróðrarstöðvar. Lóðin sem hér um ræðir er við Þjóðveg 15 og er stærð svæðisins um 2.95 hektarar. Á svæðinu eru byggingarreitir annars vegar undir ræktun ýmis konar og hins vegar undir starfsmannaaðstöðu. Öll mannvirki skulu vera færanleg og hægt að fjarlægja með litlum fyrirvara. Leigutími er  til 1. apríl 2036. 

Jón Guðmundsson flutti á Akranes árið 2000 og býr hér í bæ ásamt konu sinni Katrínu Snjólaugsdóttur. Hann vann m.a. í Gróðrarstöðinni Mörk í tíu ár og hefur verið sjálfstætt starfandi í átta ár og unnið bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki , m.a. fyrir Kirkjugarð Akraness. Jón er landsþekktur fyrir ræktunina og er með fallegan heimilisgarð við Vesturgötu sem margir hafa heimsótt og keypt af honum t.d.  eplatré. Samkvæmt upplýsingum frá Jóni er ætlunin að þróa áfram nýja hluti og auka ræktunarstarfið með nýja gróðurhúsinu. 

Hér má skoða deiliskipulag Miðvogslækjasvæðis

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00