Nýr forstöðumaður í búsetuþjónustu hefur störf
Guðrún Dadda Ásmundardóttir hefur verið ráðin forstöðumaður í búsetuþjónustu Akraneskaupstaðar fyrir fatlað fólk. Guðrún Dadda útskrifaðist sem iðjuþjálfi frá Ergoterapeutskolen í Aarhus í Danmörku árið 2001, auk 10 eininga Bs. náms í iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri. Hún lauk diplómanámi í mannauðsstjórnun frá Endurmenntun Háskóla Íslands árið 2005 og hefur reynslu af stjórnun frá störfum sínum sem fageiningarstjóri iðjuþjálfunar á Kleppi og sem deildarstjóri dagendurhæfingardeildar Hrafnistu. Á Kleppi vann hún með mál einstaklinga með geðfötlun og í starfi sínu fyrir Öryggismiðstöð Íslands hefur hún aflað sér góðrar þekkingar á velferðar- og öryggistækni fyrir fatlað fólk. Guðrún hefur störf 3. maí.
Eiginmaður Guðrúnar Döddu er Brynjólfur Jón Hermannsson og saman eiga þau þrjú börn. Guðrún Dadda er virk í félagsstarfi og er formaður foreldrafélags sameinaðra skóla Hvalfjarðarsveitar. Hún leggur stund á myndlist, garð- og skógrækt og hannyrðir í frístundum
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember