Fara í efni  

Ný leiktæki á tjaldsvæðið við Kalmansvík

Ljósmynd sem sýnir framkvæmdir á Tjaldsvæðinu í Kalmansvík.
Ljósmynd sem sýnir framkvæmdir á Tjaldsvæðinu í Kalmansvík.

Framkvæmdir standa yfir á tjaldsvæðinu í Kalmansvík um þessar mundir en unnið er að því að koma niður nýjum leiktækjum á svæðinu. Um er að ræða  klifurgrind, jafnvægisbrú og hengirúm frá  Kompunni en það er fyrirtækið Krummi sem flytur leiktækin  til landsins. Rólan sem fyrir var á svæðinu hefur verið lagfærð en kastali fjarlægður þar sem hann var talinn geta valdið slysahættu.

Stefnt er að því að ljúka framkvæmdum í næstu viku og eru allir velkomnir að koma við á tjaldsvæðinu og prófa nýju leiktækin.  


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu