Fara í efni  

Ný foreldrasamtök fyrir grunnskólanna á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit

Foreldrasamtökin AK-HVA fyrir grunnskólanna á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit verða stofnuð 25. febrúar nk. í sal Brekkubæjarskóla kl. 19:30. Markmið samtakanna er að búa til öflugt tengslanet foreldra innan skólanna þriggja og brúa bilið á milli þeirra. Tilgangurinn er einnig til að búa til vettvang fyrir foreldrasamtal og samtarf á svæðinu. Samtökin munu styðja við það foreldrastarf sem er fyrir í skólanum og standa fyrir ýmis konar fræðslu fyrir foreldra um forvarnir, menntun og fleira.

Dagskrá fundarins:

19:30 - Skólastjórnendur Brekkubæjarskóla, Grundaskóla og Heiðarskóla opna fundinn.

19:40 - Bryndís Jónsdóttir, verkefnastjóri Heimilis og skóla og Heiðrún Janusardóttir forvarnarfulltrúi með erindi um gagnsemi og forvarnargildi foreldrasamstarfs. 

20:15 - Formleg stofnun samtakanna og kaffi og kaka. Reglur samtakanna kynntar og kosið formlega í stjórn.

 

Akraneskaupstaður fagnar nýjum foreldrasamtökum og hvetur alla til að kynna sér málið og mæta á stofnfundinn.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00