Fara í efni  

Nótan - Uppskeruhátíð tónlistarskólanna 2024

NÓTAN – uppskeruhátíð tónlistarskólanna er árlegur viðburður í hjá tónlistarskólum á Íslandi.
NÓTAN – uppskeruhátíð tónlistarskólanna er árlegur viðburður í hjá tónlistarskólum á Íslandi.
NÓTAN – uppskeruhátíð tónlistarskólanna er árlegur viðburður hjá tónlistarskólum á Íslandi.
 
Hátíðin var fyrst haldin skólaárið 2009-2010 og er árlegur viðburður í kerfi tónlistarskóla á Íslandi. Hátíðin er í senn faglega hvetjandi og skemmtilegt innlegg í skólastarfið fyrir alla aðstandendur skólanna jafnt innan veggja þeirra sem utan.
 
Tónlistarskólar landsins eru um 90 talsins og um 15.000 nemendur stunda nám innan tónlistarskólakerfisins.

Með uppskeruhátíðinni er kastljósinu beint að samfélagi tónlistarskóla og tónlistarnemendum.

Í ár verður uppskerunni fagnað með svæðisbundnum tónleikum úti á landsbyggðinni.
 
Svæðistónleikar Vesturlands og Vestfjarða fara fram í Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi, laugardaginn 13. apríl 2024 kl. 14.00
Kynnir verður Bergþór Pálsson. Öll velkomin og frítt inn.
 
 
 

 

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00