Fara í efni  

Niðurrif Sementsreits lokið og Work North þakkað fyrir

Starfsmenn Work North ásamt bæjarstjórn og embættismönnum
Starfsmenn Work North ásamt bæjarstjórn og embættismönnum

Síðastliðinn fimmtudag bauð Akraneskaupstaður fulltrúum verktakafyrirtækisins Work North ehf., auk embættismanna og bæjarstjórn, til kaffisamsætis í bæjarþingsalnum. Þá hafði fyrirtækið skilað Sementsreitnum af sér formlega. „Tilefnið var að við vildum þakka Work North fyrir samstarfið og hversu vel þeir skiluðu svæðinu af sér einungis 19 mánuðum eftir að niðurrif hófst. Það var í mínum huga aðdáunarvert hversu vel var staðið við alla þætti verksins og metnaður lagður í frágang svæðisins“ segir Sævar Freyr bæjarstjóri. Var boðið upp á kaffi og köku af þessu tilefni. Þá færði Þorsteinn Auðunn Pétursson framkvæmdastjóri Work North bænum tvær ljósmyndir að gjöf, sem teknar voru á sama stað við upphaf og lok verksins. Við þetta tækifæri var frumsýnt nánast fullbúið myndband sem tekið var upp á niðurrifstímanum. Myndbandið vann nýtt sprotafyrirtæki á Akranesi sem heitir Midnight studios og verður það sýnt á vef Akraneskaupstaðar á næstu vikum.

Heildarkostnaður niðurrifs á Sementsreitnum verður um 290 milljónir króna en innifalið í því er niðurrif strompsins, niðurrif veggja við sandþró ásamt frágangi á svæðinu en heildar kostnaðaráætlun var 438 milljónir króna.  Þess má geta að kostnaðaráætlun eingöngu vegna fyrsta verkhluta var 326 milljónir króna, tilboð Work North var 175 milljónir króna og næst lægsta boð var 274 milljónir króna.  „Það er því ánægjulegt að heildarkostnaður er vel undir því sem áætlað var í verkefnið“ segir Sævar Freyr


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00