Niðurrif á 4 mannvirkjum Akraneskaupstaðar
Nú er hafið niðurrif á 4 mannvirkjum Akraneskaupstaðar, þ.e. Suðurgötu 108, Suðurgötu 124, Dalbraut 8 og Dalbraut 10. Verktaki í þessum verkum er fyrirtækið Urð og grjót ehf.
Niðurrifi á íbúðarhúsinu á Suðurgötu 124 er að mestu lokið en lokafrágangur svæðis er eftir. Niðurrif á húsinu á Suðurgötu 108 er hafið og er áætlun verktaka að því verði lokið um 16. september. Niðurrif á mannvirkjum á Dalbraut 10 er áætlað á tímabilinu 10. september - 20. október og á Dalbraut 8 er áætlað 1. október -18. nóvember.
Meðan á niðurrifi stendur verður umferð vinnuvéla og flutningstækja um Suðurgötu og Dalbraut. Ekki er gert ráð fyrir að götum verði lokað vegna framkvæmda nema ef þess þarf í skemmri tíma og verður aðgengi íbúa tryggt eftir fremsta megni.
Í samningi um verkin eru meðal annars þessi ákvæði sem verktaki skal fylgja:
- Verktaki skal viðhalda vinnugirðingu utan um verksvæði og sjá um að hún virki eins og til er ætlast. Öll aðstaða verktaka skal vera innan vinnugirðingar.
- Við framkvæmd verksins skal verktaki haga vinnu sinni þannig að hún valdi nágrönnum og almenningi sem minnstum truflunum, s.s. í formi hávaða, ryks, foks, hruns, efnisafganga á umferðarsvæðum og gönguleiðum, o.fl.
- Berist eitthvað efni úr niðurrifi út fyrir verksvæðið skal verktaki hreinsa það strax.
- Niðurbrot skal fara þannig fram að ryk og byggingarefni berist lítið frá verksvæðinu, með vökvun og stöðugri hreinsun.
- Frágangi svæðisins í verklok verður þannig háttað að svæðið verður jafnað og malarefni dreift yfir mannvirkjasvæði.
Ef íbúar hafa einhverjar ábendingar varðandi framkvæmdirnar, þá vinsamlegast sendið tölvupóst á akranes@akranes.is og verður brugðist við honum
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember