Fara í efni  

Námsstyrkur Akraneskaupstaðar árið 2016

Sigríður ásamt Sævari og Ingibjörgu við útskriftina sl. laugardag.
Sigríður ásamt Sævari og Ingibjörgu við útskriftina sl. laugardag.

Við brautskráningu nemenda frá Fjölbrautaskóla Vesturlands þann 28. maí síðastliðinn afhenti Sigríður Indriðadóttir formaður skóla- og frístundaráðs námsstyrk Akraneskaupstaðar. Styrkurinn, sem hefur verið veittur frá árinu 1991 er í dag 720 þúsund krónur og er veittur til eins eða tveggja nemenda sem hafa sýnt afburða námsárangur og góða ástundun. Að þessu sinni voru það Ingibjörg S. Sigurbjörnsdóttir og Sævar Berg Sigurðsson sem skiptu með sér styrkveitingunni. 

Ingibjörg lauk stúdentsprófi á haustönn af náttúrufræðibraut og stefnir á nám í lyfjafræði við Háskóla Íslands. Sævar lauk viðbótarnámi til stúdentsprófi eftir nám í rafvirkjun og stefnir á nám í rafmagnstæknifræði við Háskólann í Reykjavík.

Akraneskaupstaður óskar þeim alls hins besta í framtíðinni.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00