Fara í efni  

Myndlistarsýningar í Akranesvita

Um þessar mundir eru tvær myndlistarsýningar í Akranesvita. Á annari og þriðju hæð er málverkasýning Sigurbjargar Einisdóttur og á fimmtu hæð er ljósmyndasýning Ungversks ljósmyndara að nafni Tara Wills.

Sýning Sigurbjargar nefnist „Litróf“ og er þetta í annað sinn sem hún sýnir í Akranesvitanum. Sýningin er samansafn af grafískum verkum og er um að ræða sölusýningu.

Sýning Töru Wills á fimmtu hæð vitans telur 10 ljósmyndir sem eru allar teknar á Íslandi. Tara kom ásamt vinkonu sinni í heimsókn í Akranesvitann fyrir nokkru síðan og lýsti yfir áhuga sínum á að halda ljósmyndasýningu í vitanum.   Hún er jafnframt frábær tónlistarmaður og hefur meðal annars gefið út geisladiska. Sýning Töru nefnist „Guiding light“ eða Leiðarljós á íslensku.

Hilmar Sigvaldason vitavörður tekur vel á móti gestum á opnunartíma Akranesvita sem er þriðjudaga til laugardaga frá kl. 11-17. Verið hjartanlega velkomin!

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00