Fara í efni  

Mennta- og barnamálaráðherra heimsótti Akranes

Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra heimsótti Akraneskaupstað á föstudaginn 17. mars. Tilgangur heimsóknarinnar var að eiga óformlegt samtal um innleiðingu farsældarlaga á Akranesi. Heimsóknin var hin ánægjulegasta og áttu starfsmenn innleiðingarteymis farsældar, bæjarfulltrúar og fulltrúar ráðuneytisins gott og heiðarlegt samtal um vegferðina, helstu tækifæri og áskoranir sem Akraneskaupstaður stendur frammi fyrir í þessu stóra samstarfsverkefni sem innleiðingarferlið er.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu