Fara í efni  

Málefni almannavarna rædd á Akranesi

Frá vinstri, Sigurður Páll Harðarson, Rólant Dahl Christiansen, Jón Sigurður Ólason, Úlfar Lúðvíksso…
Frá vinstri, Sigurður Páll Harðarson, Rólant Dahl Christiansen, Jón Sigurður Ólason, Úlfar Lúðvíksson, Regína Ásvaldsdóttir, Steinar D. Adolfsson, Björn Guðmundsson og Þór Bínó.

Fyrsti fundur almannavarnarnefndar Akraness á árinu 2016 var haldinn þriðjudaginn 8. mars síðastliðinn  á bæjarskrifstofunni á Akranesi. Á fundinum voru  viðstaddir, Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Vesturlandi sem er jafnframt formaður nefndarinnar, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Jón S. Ólason yfirlögregluþjónn, Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissvið, Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, Rólant Dahl Christiansen heimilislæknir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands og fulltrúar Björgunarfélags Akraness, Þór Bínó formaður og Björn Guðmundsson.

Á dagskrá fundarins var m.a. fyrirhuguð almannavarnaræfing í Hvalfjarðargöngum í vor, rætt var um samstarf og samvinnu lögreglu og björgunarsveita en þar kom fram hjá formanni nefndarinnar að það sé gagnkvæmur vilji á Vesturlandi til að efla enn frekar samstarfið. Þá var einnig kynnt vinna við gerð viðbragðáætlunar fyrir hópslys og er sú vinna þegar hafin fyrir allt umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi.

Í lok fundarins kynnti lögreglustjóri  að frá miðju ári 2016 verða tveir yfirlögregluþjónar búsettir á Akranesi þar sem Ólafur Guðmundsson mun flytjast búferlum frá Stykkishólmi til Akraness á vormánuðum.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00