Fara í efni  

Lýsing vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi vegna Flóahverfis og Smiðjuvalla

Flóahverfi athafnasvæði
Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt lýsingu á breytingu á aðal- og deiliskipulagi fyrir Flóahverfi á Akranesi skv. 30. gr. og 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst m.a. í stækkun á landnotkunarreit og staðsetningu gróðurbelta. Í deiliskipulagi felst breytingin í fjölgun og minnkun lóða og færslu á götu. Hér er hægt að nálgast lýsinguna á heimasíðu Akraneskaupstaðar.

Smiðjuvallasvæði
Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt lýsingu á breytingu á aðal- og deiliskipulagi fyrir Smiðjuvallasvæðis skv. 30. gr. og 40 gr.skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin nær til Smiðjuvallasvæðis og felst m.a. í að landnotkunarreitir eru sameinaðir og skipulagsákvæðum breytt þannig að gert er ráð fyrir blandaðri landnotkun. Hér er hægt að nálgast lýsinguna á heimasíðu Akraneskaupstaðar.

Kynning lýsinganna fer fram með þeim hætti að haldinn verður kynningarfundur í bæjarþingsalnum kl. 16:30, fimmtudaginn 1. nóvember n.k., einnig er hægt að nálgast lýsingarnar í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18. Ábendingar varðandi tillögugerðina eiga að vera skriflegar og berast fyrir 8. nóvember 2018 í þjónustuver Akraneskaupstaðar Stillholti 16-18 eða á netfangið skipulag@akranes.is


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00