Fara í efni  

Lýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi Akraness 2005-2017 - Akraneshöfn

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum þann 23. janúar 2018 að auglýsa lýsingu á fyrirhugaðri breytingu aðal- og deiliskipulags Akraneshafnar, skv. 1. mgr. 36 gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst m.a. í eftirfarandi:

  • Nýjum hafnarbakka
  • Lenging á brimvarnargarði
  • Öldudeyfing milli Aðalhafnargarðs og Bátabryggju

Lýsingin verður til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18 og á heimasíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is. Ábendingum og athugasemdum við lýsinguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 15. febrúar 2018 í þjónustuver Akraneskaupstaðar eða á netfangið skipulag@akranes.is.

Lýsingin er aðgengileg hér


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00