Fara í efni  

Losun á móttökusvæði jarðefna á Akranesi.

Skipulags- og umhverfisráð hefur samþykkt að loka fyrir losun á móttökusvæði jarðefna utan dagvinnutíma:

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytingar á opnunartíma inn á jarðvegstipp. Opið verður frá kl. 8:00 - 17:00 alla virka daga. Aðgangshlið verður lokað utan þess tíma. Ef þörf verður á aðgengi utan opnunartíma, er hægt að nálgast strikamerki sem veitir aðgang í þjónustuveri Akraneskaupstaðar að Dalbraut 4.

Þetta er ákveðið í þeim tilgangi að stýra aðgengi að svæðinu, koma í veg fyrir losun á óleyfilegum efnum, og hindra skemmdarverk.

Eftir 20. apríl 2024 gilda eftirfarandi reglur um aðgengi og losun efnis á móttökusvæði:

Losun á móttökusvæði jarðefna í Grjótkelduflóa (neðan við Slögu) er einungis leyfileg með eftirfarandi skilyrðum:

  • Svæðið er opið kl. 8 - 17 á virkum dögum og er lokað utan þess tíma með aðgangshliði.
  • Gjaldtaka fyrir losun er í samræmi við þjónustugjaldskrá og skal gengið frá greiðslu fyrirfram hjá Akraneskaupstað.
  • Heimilt er að losa uppgrafið jarðefni.
  • Heimilt er að losa unnið malar- og grjótefni.
  • Heimilt er að losa lífrænan garðaúrgang og niðursöguð tré (undir 1 metra lengd).
  • Heimilt er að losa hrein steinsteypubrot (mesta lengd undir 30 cm) án útistandandi bendistáls.
  • Allt efni skal ómengað af olíu, plasti, timbri og öðrum spilliefnum.
  • Losa skal farm á afmarkaða staði innan svæðis og eftir leiðbeiningum starfsmanna.

Minnt er á að losun úrgangs og jarðefna á víðavangi á Akranesi er óheimil.

Nánari upplýsingar eru veittar í þjónustuveri Akraneskaupstaðar.

Beiðnir um aðgengi utan opnunartíma skal senda á þjónustuver Akraneskaupstaðar, akranes@akranes.is með minnst viku fyrirvara.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00