Fara í efni  

Lokun gamla þjóðvegar frá Hausthúsatorgi

Gamla þjóðveginum sem liggur frá Hausthúsatorgi að Æðarodda verður lokað frá og með mánudeginum 14. mars nk. vegna vinnu við lagnir.

Hundaeigendum er bent á að fara Æðaroddaleiðina að hundasvæðinu á meðan að vinna stendur yfir. Áætlaður lokunartími er um mánuður.

Akraneskaupstaður hvetur alla til þess að sýna aðgát og tillitssemi og virða 30KM hámarkshraða á svæðinu. 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu