Fara í efni  

Lokahátíð Upplestrarkeppni grunnskólanna

Í gærkvöldi fór fram í Tónbergi Upplestrarkeppni grunnskólanna á Akranesi. Sex nemendur í 7. bekk úr hvorum skóla kepptu um að vera besti upplesari Brekkubæjarskóla og besti upplesari Grundaskóla. Allir þátttakendur stóðu sig vel og voru sjálfum sér og öðrum til mikils sóma.

Dómnefnd kvöldsins (Halldóra Jónsdóttur, Sindri Birgisson, Þráinn Haraldsson) var mikill vandi á höndum við að velja bestu upplesarana. Úrslit urðu þessi: Upplesari Brekkubæjarskóla er Dísa María Sigþórsdóttir og Upplesari Grundaskóla er Brynhildur Helga Viktorsdóttir. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir flutti ávarp auk þess sem boðið var upp á fallegan upplestur og glæsileg tónlistaratriði.

Við þökkum fjölmörgum gestum fyrir komuna á Upplestrarkeppni grunnskólanna 2017 og óskum öllum þátttakendum til hamingju með frábæra frammistöðu.

Hér má skoða myndir frá kvöldinu á facebooksíðu Grundaskóla. 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00