Fara í efni  

Listaverk eftir eistneskan eldsmið afhjúpað á Akranesi

Eldsmiðir vinna að uppsetningu listaverksins
Eldsmiðir vinna að uppsetningu listaverksins

Listaverkið Ilmapu eftir eistneska eldsmiðinn Ivar Feldman var afhjúpað á svæði Byggðasafnsins í Görðum þann 26. ágúst s.l., í tilefni af því að 25 ár eru liðin frá því að Ísland viðurkenndi sjálfstæði Eistlands, fyrst þjóða. Listaverkið var búið til í samvinnu eldsmiða á eldsmíðamóti sem fór fram á safninu fyrr í sumar.

Að sögn listamannsins er skúlptúrinn leið eistnesks eldsmiðs til að þakka Íslendingum fyrir hugrekkið sem þeir sýndu á þessum erfiðu tímum. Það voru félagar í Félagi íslenskra eldsmiða sem undirbjuggu og stóðu að uppsetningu verksins í samstarfi við Byggðasafnið í Görðum.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00