Fara í efni  

Líf og fjör á þemadögum í Tónlistarskóla Akraness

Nemendur Tónlistarskólans sem eru í 1.-5. bekk tóku þátt í þemadögum, alls um 150 börn sóttu spuna- sköpunar- og framkomunámskeið á þemadögum 5.-7. mars sl.  Jón Hilmar Kárason gítarleikari og spunakennari sá um námskeiðið ásamt kennurum Tónlistarskólans. Á námskeiðinu var farið yfir það að vera óhræddur við að koma fram og að það er allt í lagi að gera mistök, við lærum af mistökunum og mikilvægt að reyna aftur. Það er ekki svo flókið að gera lag, en það þarf samt að ákveða hvernig það á að vera og allir þurfa að hjálpast að og vera með. Námskeiðinu lauk svo með tónleikum þar sem allir hóparnir komu fram, fluttu frumsamda tónsmíði og sumir tóku sóló, auk þess sem foreldrar fengu aðeins að reyna sig.  Það var mikið fjör og voru sumir nemendur að taka sín fyrstu skref á sviðinu í Tónbergi.   Auk þessa námskeiðs var boðið upp á tónleika/masterklassa fyrir eldri nemendur. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00