Fara í efni  

Leikskólinn Akrasel - tilnefning til íslensku menntaverðlaunanna

Leikskólinn Akrasel hefur verið tilnefndur til íslensku menntaverðlaunanna í flokki framúrskarandi skólastarfs eða menntunarumbóta. Fjórir skólar eru tilnefndir í flokknum og er þar verið að verðlauna þann skóla eða menntastofnun sem þykir hafa skarað fram úr í starfi sínu og stuðlað að umbótum í menntamálum. Ein verðlaun eru veitt í þessum flokki. 

Leikskólinn Akrasel hefur frá stofnun 2008 lagt mikla áherslu á umhverfismennt og heilsueflingu með sjálfbærni að leiðarljósi og er tilnefndur fyrir markvissa, skapandi og faglega þróunarvinnu starfsfólksins með þessi gildi i fyrirrúmi.

Í tilnefningunni er m.a. eftirfarandi umsögn um skólann: „Á liðnu tímabili vann Akrasel mörg og krefjandi verkefni tengt sjálfbærni, ormarnir margfrægu, moltugerð og erlend samstarfsverkefni. Leikskólinn Akrasel hefur fundið samlegðaráhrif milli menntaumbótaverkefna og hefur hann síðustu ár verið að tengja Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna við starfið og kynnt Barnasáttmálann fyrir elsta árgangi leikskólans. Leikskólinn Akrasel flaggaði sínum fyrsta grænfána 2011. Árið 2022 tók skólinn á móti sjötta Grænfána Landverndar. Samhliða því hlaut skólinn einnig viðurkenningu sem UNESCO skóli, fyrstur leikskóla á Íslandi. Grænfána vinnan og umhverfismenntin er grunnurinn að öllu starfi leikskólans.“


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00