Fara í efni  

Leiðin að kjarnanum: Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stelpur 2018

Leiðin að kjarnanum er sjálfstyrkingarnámskeið fyrir 10-12 ára stelpur sem haldið verður 9.-10. júní. Námskeiðið byggist á skemmtilegum verkefnum, leikjum og fræðslu um  mataræði og hvernig hægt er að auka eigin hamingju.  Farið verður í hugleiðslu og leidda slökun.

Hvernig er hægt að vera sín besta vinkona og standa með sjálfum sér ?  Á námskeiðinu er heildrænt farið í hvernig hægt er að bera ábyrgð á heilsu sinni og líðan. Farið verður í mikilvægi þess að borða rétt og einnig unnið með hugarfar og líkamsvitund.  Stelpurnar  kynnast jóga og áhrifum þess, læra að dýpka öndun og nota öndun til að vinna á móti streitu og kvíða. Hugleiðsla verður einnig kynnt og fræðsla um áhrif hennar sem hluti að daglegu lífi.

 

Fyrir hverja?

Fyrir stelpur á aldrinum 10-12 ára

Hve oft?

Tvö skipti, í 3 klukkustundir hvort skipti.

Hvenær?

9. - 10.júní, laugardagur og sunnudagur.

Staðsetning?

Heilsan mín, Suðurgata

Verð og skráning:

12.500 kr – 50% afsláttur fyrir systkini

Skráning fer fram í gegnum facebooksíðu  námskeiðsins.

Leiðbeinandi

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Rósa Björk Árnadóttir.

Rósa er lærður heilsumarkþjálfi frá IIN í USA, Sat Nam Rassayan hugleiðsluheilari, talnaspekingur, hálfnuð með  OPJ orkupunktajöfnun. hún er einnig lærður krakkayogakennari bæði hjá  Childplay Yoga og einnig hjá  Little Flower Yoga. Núna stundar Rósa yogakennaranám í Kundalini yoga. Þá hefur hún einnig setið mörg minni námskeið í tenglsum við yoga, heilsu og vellíðan.

Hægt er að hafa sambandi við Rósu með því að senda tölvupóst á netfangið heilsaoghugur@gmail.com, eða í gegn um á facebook.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00