Fara í efni  

Laust starf aðstoðarleikskóla- og sérkennslustjóra í leikskólanum Teigaseli

Aðstoðarleikskóla- og sérkennslustjóri óskast til starfa í leikskólann Teigasel frá 1. ágúst 2016. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og kennarasambands Íslands.  

Teigasel er þriggja deilda leikskóli sem býður upp á opinn efnivið í þeim tilgangi að hvetja barnið til gagnrýnnar hugsunar og örva um leið sköpunar- og leikgleði þess.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Vinna með leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu kennslu- og uppeldisstarfsins.
  • Er faglegur umsjónarmaður sérkennslu, annast frumgreiningu og ráðgjöf til annarra starfsmanna leikskólans.
  • Hefur yfirumsjón með samskiptum við sérfræðiþjónustu, prófanir og vinnu með snemmtæka íhlutun í málörvun.
  • Sinnir þjálfun einstaka barna, og veitir foreldrum/forráðamönnum barna sem njóta sérkennslu stuðning, fræðslu og ráðgjöf.
  • Sér um samskipti og samvinnu við foreldra í samráði við leikskólastjóra.
  • Vera staðgengill leikskólastjóra í fjarveru hans.
  • Taka þátt í stefnumótun og áætlanagerð leikskólans.
  • Vera faglegur leiðtogi.
  • Sinna öðrum verkefnum sem leikskólastjóri felur honum.

Menntun og hæfniskröfur

  • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf sem leikskólakennari.
  • Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum æskileg.
  • Reynsla af stjórnun og sérkennslu er æskileg.
  • Reynsla af starfi með börnum.
  • Færni í samskiptum og faglegur metnaður.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Frumkvæði og vilji til að leita nýrra leiða.
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
  • Góð íslensku- og tölvukunnátta.

Hér er hægt að sækja um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar en einnig er hægt að sækja um í þjónustuveri bæjarins að Stillholti 16-18, 1. hæð. Umsóknarfrestur er til og með 18. maí næstkomandi. Nánari upplýsingar um starfið veitir Margrét Þóra Jónsdóttir leikskólastjóri í tölvupósti á netfangið teigasel@akranes.is eða í síma 433-1280.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00